okkarheima
Okkarheima veggspjöldin eru persónuleg og falleg heimilisprýði og tilvalin til að hengja upp í forstofu eða annars staðar á heimilinu. Á þeim er teiknuð mynd af heimilinu þínu, staðsetning og nöfn heimilisfólks. Veggspjöldin eru sérhönnuð fyrir hvern viðskiptavin og prentuð á 250 gr silkipappír. Stærðin er 30x40 cm og passar því í myndaramma frá helstu verslunum (stærð 30x40 cm og 40x50 cm með kartoni).
Hægt er að velja um veggspjald með svörtum eða hvítum bakgrunni og val um tvær týpur af útliti - Okkarheima MODERN og Okkarheima VINTAGE.
Okkarheima veggspjöldin eru hönnun og hugverk eftir Önnu Kristínu Guðmundsdóttur eiganda okkarheima.is.
Saga Okkarheima
Hugmyndin að Okkarheima veggspjöldunum kviknaði haustið 2016 og þá fæddust fyrstu prótótýpurnar. Þá bjó ég í sveit suður af Stokkhólmi þar sem ég var í námi og langaði að gefa öllum í fjölskyldunni persónulega jólagjöf. Með smá vott af heimþrá og pælingar um mikilvægi þess að finnast maður eiga “heima” og tilheyra einhverjum stað varð uppsprettan að þessum fallegu veggspjöldum. Haustið 2019 opnaði ég loks Okkarheima.is sem var stór draumur minn. Þar litu veggspjöldin aftur dagsins ljós og voru viðtökur framar björtustu vonum.
Þúsund þakkir fyrir að styðja við draumaverkefnið mitt. Það er svo dásamlegt að sjá hvað hönnun manns vekur hlýjar tilfinningar hjá fólki um heimili sín. Hver vegur að heiman, er vegurinn heim.
Kær kveðja,
Anna Kristín