Eigandi okkarheima.is er Anna Kristín Guðmundsdóttir, landslagsarkitekt.
Okkarheima er hugarfóstur Önnu og sameinar áhugamál hennar á einum vettvangi - ástríða fyrir hönnun, heimilisprýði, umhverfinu, mannlífi og menningu.
„Landslagsarkitektúr sameinar áhuga minn um náttúruna og hið byggða umhverfi og gefur fagið mér verkfæri til að skapa sviðsmynd fyrir daglegt líf fólks. Í hönnunarvinnu sæki ég mikið í minningar úr æsku til dæmis þar sem ég var sem barn að vaða í tjörninni, leika uppí móa, hjóla í gegnum skóginn eða labba í hverfinu mínu. Allt það sem er úti er leikvöllurinn okkar, það er vettvangur og sviðsmynd fyrir lífið okkar og upplifanir. Því skiptir mig miklu máli að hanna aðgengilegt og skemmtilegt umhverfi fyrir alla aldurshópa, svo allir geti farið út að leika.“