Ævintýralegt heimili í Osló
Í dag er ansi grámyglulegt veður hér í Uppsala og því gaman að skoða myndir af heimilum með smá litagleði. Þannig ég ætla að deila með ykkur þessu ævintýralega og litríka heimili. Bakgrunnurinn er samt hlutlaus og grár en svo poppa stór málverk og ýmsir smáhlutir upp litagleðina á heimilinu. Smá frumskógarfílingur í stofunni!
Myndir: NordvikBolig
Þú mátt endilega deila þessari færslu og Okkarheima áfram <3
Bestu kveðjur,
Anna Kristín
| Fylgstu með á instagram @okkarheima