Andlit heimilisins: Breytingar á forstofunni

Forstofan er andlit heimilisins. Forstofan tekur á móti gestum og setur tóninn fyrir heimilið allt. Hún er það fyrsta sem gestir upplifa þegar þeir heimsækja þig. Þegar við fluttum inn þá fengum við gamlan stofuskáp sem við máluðum hvítan og höfðum í forstofunni. Hann átti að vera tímabundin lausn og höfðum við hugsað okkur að kaupa stóran forstofuskáp með speglum. Sá skápur var langt út fyrir budgetið okkar og ekki á hæsta forgangi, en mig langaði samt að gera forstofuna fína. Ég átti afgangs málningu af litnum Sandur sem ég ákvað að skella á veggina. Ég er ekki mikill málningarmeistari en þetta hófst að lokum með ágætum. Stóri stofuskápurinn nýttist ekki nógu vel sem forstofuskápur og því fór ég á nytjamarkað og keypti kommóðu og borð og málaði með afgangsmálningu. Þegar málningin loks þornaði þá tók ég nokkrar prufukeyrslur á borðið og hlammaði mér á það til að kanna hvort það gæti dugað sem bekkur, og því fékk það nýtt hlutverk.

Ég er svo ánægð með útkomuna á forstofunni. Rólegir litir og þæginleg uppröðun. Það skiptir svo miklu máli að strax og komið er inn í húsið að manni líði vel. Að maður geti lagt hluti frá sér á góða staði, sest niður til að klæða sig í skónna o.s.frv. Fallegar skálar fyrir lyklana, blómavasi fyrir sálina og spegill til að pósa til að starta deginum! Ef þú ert í hugleiðingum um að breyta forstofunni þá mæli ég með að hugsa um hvort þú getir nýtt húsgögn og hluti sem þú átt til að búa til þæginlega forstofu. Oft geta ólíklegustu hlutirnir plumað sig vel á nýjum stað.

Bestu,
Anna

| Fylgstu með á instagram @okkarheima