Helgarvöndur úr náttúrunni
Í fyrrahaust fékk ég þá frábæru hugmynd á leiðinni heim í helgarfrí að stoppa útí vegkanti til að týna strá - heilt búnt af ljósbrúnum þurrum stráum sem stóðu uppúr snjónum. Þegar ég kom heim setti ég þennan fína helgarvönd sem ég týndi útí náttúrunni í glervasa og standa þau ennþá eins í honum ári seinna. Í vor og sumar tók ég stundum með mér heim úr göngutúrum búnt af ýmsum plöntum eins og lúpínu, klófífu og melgresi. Sumar plöntur þorna upp og geta staðið heillengi sem fallegir vendir meðan aðrar eru fínar í nokkra daga. Sniðug hugmynd til að skreyta heimilið sitt með plöntum eða jafnvel gefa í gjöf - fallegt og náttúrulegt.
Bestu,
Anna
| Fylgstu með á instagram @okkarheima