Innlit á heimili Kardashian fjölskyldunnar
Ég viðurkenni fúslega að ég hef gaman að fylgjast með Kardashian fjölskyldunni. Það sem hefur vakið sérstakan áhuga minn síðustu ár eru heimili þeirra sem þau eru duglega að deila frá líkt og öllu öðru úr lífi sínu. Nóg af peningum en stíllinn ótrúlega flottur - og hefur orðið minni glys og glamúr með árunum og meira af ró og náttúrulegum efnum. Kíkjum í heimsókn!
Byrjum á að skoða nokkrar myndir frá nýja heimili supermom Kris Jenner. Í viðtali við Architectural Digest segir Kris: “I wanted my home to feel like a sanctuary, perfectly calm and peaceful”.
Kíkjum næst í heimsókn til Kim og Kanye! Síðustu heimili þeirra hafa einkennst af mínimalískum stíl og ljósum litum. Mig dreymir um að kíkja í heimsókn! Nýja heimili þeirra er hannað af arkitektinum Axel Vervoordt og miðað við það sem ég hef séð af því þá líkist það stórkostlegu listasafni.
Að lokum skulum við skoða heimili Scott barnsföðurs Kourtney Kardashian. Í nýlegu viðtali við Architectural Digest lýsir hann stílnum á nýja heimilinu: “I like it to be as minimal as possible but still comfortable”.
Myndir: Kris Jenner - Architectural Digest, Kim&Kanye - People, Scott - Architectural Digest
Bestu,
Anna
| Fylgstu með á instagram @okkarheima