Hlýlegt sænskt heimili

 

Norðan við Stokkhólm býr Johanna Måwe ásamt fjölskyldu sinni á þessu hlýlega og fallega heimili. Ró og samræmi í lita- og efnisvali einkennir heimilið en í viðtali við Boligmagasinet segir Johanna að hún sæki innblástur í náttúruna og leitist við að nýta náttúruleg efni og liti. Hennar helstu ráð fyrir heimilið eru að maður eigi að þora að vera kreativ eða skapandi í hugsun og nýta þá hluti sem til eru fyrir á heimilinu eða leit eftir einstökum hlutum á nytjamörkuðum. Mæli með að lesa viðtalið við Johanna hér og fylgja henni á instagram.

Myndir: Bolig Magasinet

Þarna hlýtur að vera gott og notalegt að búa!

Bestu,
Anna

| Fylgstu með á instagram @okkarheima