Innblástur: Bjartar og stílhreinar stofur
Áður en ég fer í að skrifa og setja inn jólafærslur hér langaði mig að setja inn fallegar myndir af björtum og fallegum stofum. Bráðum fyllast nefnilega flestar stofur landsins af ýmiss konar jólaskrauti, jólaljósum og svo risastóru jólatré með öllu tilheyrandi. Ég er smá Grinch í mér og hef ég sett mér markmið þetta árið að vera aðeins meira jóló! Í desember finnst mér yndislegt að kveikja á kertum og hafa það huggulegt en ég skreyti voðalega lítið. Þó hefur það orðið hefð hjá okkur að fara í skógarreit fjölskyldunnar og finna ljótasta furutréð og hengja svo á það ljótasta jólaskrautið sem er svo hallærislegt að það verður flott! En meira um jólahefðir síðar….
Í byrjun janúar finn ég alltaf fyrir smá létti þegar allt jólaskrautið er tekið niður og stofan og heimilið verður aftur “hreint” ! Þannig að hér er smá innblástur með björtum og “hreinum” stofum til að jafna út komandi jólajólafærslur.