Innblástur fyrir veturinn

Nú dimmir fyrr með hverjum deginum og tími kertaljósa og kósýheita gengin í garð. Á veturnar hef ég meira kveikt á lömpum með hlýrri og óbeinni birtu heldur en loftljósum til að gera huggulega stemningu heima. Ég kveiki alltaf á kertum þegar ég er í rólegheitum heima, hvaða tíma dags. Þá kveiki ég jafnan á ilmkerti eða reykelsi sem gefa svo góðan ilm. Mér finnst líka gott að draga frá gluggum, lofta út og fá ferskt og kalt loft inn í smástund því þá finnst mér heimilið vera frískara ef þið skiljið mig. Kósý og hlý teppi, fallegir og mjúkir púðar - á veturnar er svo gott að gera heimilið hlýlegt og notalegt.

Bestu,
Anna

| Fylgstu með á instagram @okkarheima

HeimaAnna Guðmundsdóttir