Með diskókúlu á stofugólfinu

 

Eins og ég sagði ykkur frá í þessari færslu þá ELSKA ég diskókúlur! Þær eru svo fallegar og þá sérstaklega þegar ljós fellur á þær og allt rýmið glitrar! Svo tákna þær fyrir mér hvað það er mikilvægt að hafa stuð og gaman af lífinu! Ég á nokkrar í mismunandi stærðum og hef þær á hillu inní stofu. En mig dreymir alltaf um eina risastóra diskókúlu sem ég myndi hafa hangandi inní stofu - heimilið er skemmtistaður!

Því gladdi það mig mikið að sjá myndir af heimili norska innanhússhönnuðarins Ania Eide hjá Bolig Magasinet. Á heimili hennar nefnilega liggur ein risastór og dásamleg diskókúla á miðju stofugólfinu! Miðað við viðtalið við Ania þá virðumst við deila svipuðum gildum í lífinu, allavega hvað heimilið varðar. Hún segist vilja veita öðrum innblástur til að leika sér meira með hluti, bregða útaf vananum og sýna hvað það er auðvelt að finna flottar og ódýrar lausnir.

Myndir: Bolig Magasinet / Apartment Affairs

Það er alltaf gaman að skoða og fá innblástur frá heimilum annarra. Maður er forvitinn um hvernig fólk býr og það er svo skemmtilegt að sjá hvernig persónuleiki og stíll fólks skín í gegn á heimilum þeirra.

Bestu,
Anna

| Fylgstu með á instagram @okkarheima