Jólainnblástur

Nú styttist og styttist í jólavikuna og ég vona að allir muni eftir að njóta um hátíðirnar. Við þurfum ekki að setja óraunhæfar kröfur á okkur og verðum að átta okkur á að það erum við og okkar hugarfar sem ræður því hvort við höfum það ljúft og notalegt eða ekki. Þótt að sósan sé ekki fullkomin, sokkabuxurnar með lykkjufalli, ryk undir rúmum, hátíðarborðið ekki tilbúið, hvorki búið að strauja dúka né skyrtur, gjafirnar ómerktar, forrétturinn gleymdist einsog jólakortin…. Æj þetta verður bara að reddast og við verðum að muna að anda, brosa og hlæja! Jólin mega vera ófullkomin því þá verða þau fullkomin!

Myndir: Pinterest | Okkarheima

Bestu,
Anna Kristín

| Fylgstu með á instagram @okkarheima