Heima hjá Kimye
Í dag birtust á vefsíðu Architectural Digest myndir af heimili Kim Kardashian og Kanye West. Ég dáist að þessu heimili / listasafni og hef svo alltof oft horft á 73 questions / Vogue myndbandið sem sýnir ágætlega frá heimili þeirra. Það er svo áhugavert að sjá hvernig fólk býr og þetta heimili er alveg stórkostlega merkilegt og sérstakt eða eins og arkitektinn sjálfur orðar:
“We didn’t talk about decoration but a kind of philosophy about how we live now and how we will live in the future. We changed the house by purifying it, and we kept pushing to make it purer and purer”
Axel Vervoordt
Mæli með að lesa allt viðtalið hér. Mæli líka með að googla og skoða önnur verk eftir arkitektana sem hönnuðu húsið: Axel Vervoordt, Claudio Silvestrin og Vincent Van Duysen.
Myndir: Architectural Digest
Bestu kveðjur frá Uppsala,
Anna Kristín
| Fylgstu með á instagram @okkarheima