Nútímalegur herragarður í miðjum skógi

Stærsti draumurinn okkar er að búa á fallegum sveitabæ og því skoða ég reglulega sveitabæi sem eru til sölu. Nýlega var ég að skoða erlendar fasteignasölur uppá gamanið og rakst á þennan sænska herragarð í ævintýralegu umhverfi. Dökk litapalletta einkennir heimilið og nútímalegur stíll í bland við eldri muni. Látum það nú vera að flytja endanlega til Svíþjóðar, en það er gaman að skoða myndir af fallegum herragörðum og umhverfi sem er svo ólíkt því sem við þekkjum heima.

Myndir: Wrede

Bestu kveðjur frá Uppsala,
Anna Kristín

| Fylgstu með á instagram @okkarheima