Óskalistinn: Drauma ljós fyrir heimilið
Sumir óskalistar innihalda hluti sem þarf að spara fyrir í langan langan tíma. Sniðugt er að setja sér markmið t.d. eftir þrjú til fimm ár ætla ég (ef ekkert annað kemur uppá) að kaupa þennan hlut. Þá er hægt að stilla sjálfvirkar færslur í bankanum og leggja ákveðna smáupphæð inná reikning mánaðarlega og eftir ákveðinn tíma safnast margt smátt í stórt. Þar sem ég er mikil áhugamanneskja um fallega hönnun þá finnst mér þetta sniðug leið til þess að eignast draumahlut - enda get ég annars ekki réttlætt svo dýr kaup fyrir sjálfri mér. Ljós eiga hug minn allan enda setur lýsingin stemninguna fyrir heimilið og eru ljósakrónur og lampar skartgripir heimilisins. Efst á óskalistanum mínum eru 4 lampar eftir þekkta hönnuði sem mig hefur dreymt um í mörg ár og gæti ég ákveðið að safna fyrir einu þeirra - ég þarf ekki meir! Munurinn á að þurfa og langa!