Spegill spegill! Innblástur af 10 drauma speglum

Á flestum heimilum eru speglar til dæmis inn á baðherbergi. Speglar eru góð viðbót við hvaða rými sem er enda stækka þeir rýmin og gefa aukna dýpt. Til eru ýmis form og útlit á speglum og fer það eftir smekk manna hvernig speglar eiga heima hjá hverjum og einum. Lífrænar eða geometrískar línur, þykkir rammar, litaðir speglar - allt er mögulegt. Sjálf hrífst ég af einföldum speglum og er til dæmis með einn stóran hringlaga inní stofu sem stækkar rýmið heilmikið. Ég er með ljósborða fyrir aftan spegilinn sem setur fallega stemmingu. Speglar eiga heima hvar sem er á heimilum- í stofunni, svefnherberginu, andyrinu, eldhúsinu osfrv. Hér skulum við fá smá innblástur af 10 drauma speglum.

Myndir: Pinterest

Bestu,
Anna

| Fylgstu með á instagram @okkarheima